Flutningur nemenda á milli skólastiga grunnskólans

Þegar nemendur flytjast á milli yngsta- og miðstigs er skilafundur haldinn að hausti með umsjónarkennurum, deildarstjórum stiganna ásamt öllum starfsmönnum skólans sem koma að starfi með nemendum. Á fundinum veita fráfarandi umsjónarkennarar kennurum yfirlit yfir námsstöðu nemenda en annað starfsfólk fær upplýsingar um önnur atriði er varða árganginn í heild.

Þegar nemendur flytjast á milli mið- og unglingastigs er fundur haldinn að hausti með umsjónarkennurum og deildarstjórum stiganna tveggja, auk þess starfsfólks sem kemur að nemendahópnum. Þar er farið yfir náms- og félagslega stöðu nemenda og gefnar upplýsingar um árganginn í heild.