Skólaráð

Við Árskóla starfar skólaráð. Í því situr skólastjóri og stýrir fundum. Auk hans sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags. Aðstoðarskólastjóri situr einnig fundi skólaráðs og ritar fundargerð. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun skólans og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um skólahald. Skólaráð fær skólanámskrána og ýmsar áætlanir um starf skólans til umsagnar, en fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.