Fjar- og dreifnám

Þeir nemendur sem lokið hafa námsmarkmiðum 10. bekkjar grunnskóla eiga möguleika á að stunda fjarnám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Boðið er upp á fjarnám í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Það er ávallt mat kennara hvort nemandi uppfylli skilyrði framhaldsskólans til að hefja nám í þessum greinum og fullt samráð er haft við foreldra/forsjáraðila, auk nemandans. Í öllum tilfellum er um umsóknarferli að ræða og haldinn er fundur með foreldrum og nemenda í kjölfarið. Foreldrar/forsjáraðilar greiða skráningargjald á forönn FNV, sem gildir einnig sem skráningargjald fyrir fyrstu önn í viðkomandi framhaldsskóla. Framhaldsskólinn heldur utan um námsáætlun, verkefni og námsmat. 

Í þeim tilfellum þar sem um veikindi nemanda er að ræða, eða langvarandi dvöl á sjúkrahúsi, hefur verið leitast við að sinna því eins og hægt er miðað við aðstæður nemandans hverju sinni, s.s. með rafrænum samskiptum við nemendur bekkjarins og umsjónarkennara.