Lyfjagjafir

Í tilmælum frá landlækni um lyfjagjafir í grunnskólum frá október 2010 kemur meðal annars fram að foreldrum/forráðamönnum beri að afhenda hjúkrunarfræðingum eða starfsmönnum skólans þau lyf sem börn eiga að fá í skólanum og að börn/unglingar skuli aldrei vera sendiboðar með lyf. 

Foreldrar /forsjáraðilar þeirra barna/unglinga sem þurfa að taka lyf á skólatíma eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðing skólans til skráningar og ráðagerða um hvernig best verði komið til móts við þessi tilmæli.