Árshátíðir og félagslíf

Umsjónarkennarar halda utan um félagsstarf síns bekkjar. Þeir skipuleggja bekkjarkvöld, litlu jól og árshátíðir. Bekkjarkvöld eru haldin einu sinni til tvisvar á ári í öllum árgöngum og koma tengiliðir bekkjanna gjarnan að þeim.

Árshátíðir eru haldnar í öllum árgöngum og eru sýningar í Bifröst. Í 1. – 4. bekk er hver árgangur með eigin árshátíð, á miðstigi er 5. bekkur með eigin árshátíð, en 6. – 7. bekkur með sameiginlega árshátíð - árshátíð miðstigs. 8. – 9. bekkur er með sameiginlega árshátíð - árshátíð unglingastigs. 10. bekkur setur upp stóra leiksýningu sem undanfarin ár hefur verið barnaleikrit í fullri lengd. Nánar er fjallað um hefðir í skólastarfinu í skólanámskrá og þar er einnig sérstakur kafli um skólaferðir nemenda.