Skóladagatal

Skóladagatal Árskóla fyrir skólaárið 2023-2024 má sjá á vefsíðu skólans. Skýringar við skóladagatalið er að finna í eftirfarandi köflum. 

Skipulag skólaársins

Skipulagi skólaársins er þannig háttað að ekki er um neinar annir að ræða heldur er skólaárið ein heild. Námsmat í skólanum er símat, sem er stöðugt í gangi, en lokamati er skilað tvisvar á ári, í janúar og maí.

Foreldraviðtalsdagar

Foreldraviðtöl milli foreldra, nemanda og kennara fara fram tvisvar á skólaárinu. Þar er námið, líðan nemanda og námsmat rætt. Ætlaðar eru um 10 mínútur í hvert viðtal. Ef þörf er á lengra viðtali er því fundinn annar tími í samráði við foreldra. Foreldraviðtalsdagar á skólaárinu eru 4. október og 1. febrúar. 

Skipulagsdagar

Skipulagsdagar eru sameiginlegir skipulagsdagar kennara og annarra starfsmanna. Þessa daga koma nemendur ekki í skólann, en kennarar vinna að skipulagi, undirbúningi kennslu, námsmati, þróunarstarfi, sjálfsmati og öðrum verkefnum í skólastarfinu. Skipulagsdagar á starfstíma skóla eru 3. október og 31. janúar vegna viðtalsdaga, aðrir skipulagsdagar eru 1. september vegna haustþings KSNV, 14. febrúar og 26. apríl. Þess utan eru skipulagsdagar að hausti fyrir skólasetningu og eftir skólaslit að vori. 

Jólaleyfi og páskaleyfi

Jólaleyfi hefst 21. desember og stendur til og með 3. janúar. Páskaleyfi hefst 25. mars og stendur til og með 2. apríl.

Vetrarfrí

Vetrarfrí á haustönn er 20. og 23. október. Vetrarfrí á vorönn er 15., 16. og  19. febrúar.