Náttúrugreinar

Náttúruvísindin eru órjúfanlegur þáttur í menningu nútímasamfélagsins og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í almennri menntun fólks. Reynt er að hafa kennsluna lifandi með myndefni  og tilraunum. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að þekkja og greina íslenska náttúru og lífverur sem lifa í henni, kynnist náttúruvernd og umhverfismálum og fái innsýn í ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga.