Símenntunarstefna

Skólastjórnendur ákveða, ásamt starfsfólki, almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu. Starfsfólki ber að gera skólastjórnendum grein fyrir þeim þáttum símenntunar sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfinu.

Skólinn stendur fyrir reglulegum fræðslufundum, námskeiðum og skólaheimsóknum sem gagnast skólanum sem heild, en hluti af starfsskyldum kennara er í formi starfsþróunar. Starfsmenn eru hvattir til að fara á námskeið og ráðstefnur á vegum skólans, innan lands sem utan, en auk þess geta starfsmenn sótt um að fara á námskeið og ráðstefnur á eigin vegum sem þeir telja að nýtist þeim í starfi. 

Þriðja hvert ár hafa starfsmenn skólans farið í skólaheimsóknir til útlanda og annað hvert ár er farið í skólaheimsóknir innanlands. Námsferðir eru styrktar af stéttarfélögum.

Framhaldsnám í fjarnámi er styrkt af skólanum með því að hliðra til fyrir starfsmönnum meðan á staðlotum stendur.