Tilfærsluáætlun vegna nemenda með sérþarfir

Samkvæmt 17. gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla er gert ráð fyrir að kennarar og aðrir fagaðilar, ásamt nemendum og foreldrum/forsjáraðilum þeirra, taki þátt í mótun og gerð tilfærsluáætlunar sem byggir á einstaklingsmiðaðri áætlun. Tilgangurinn með tilfærsluáætlun er að miðla upplýsingum um skólagöngu nemenda, núverandi aðstæður og stöðu og áform þeirra um frekara nám, á milli skólastiga. Undirbúningur tilfærsluáætlunar hefst að öllu jöfnu í 9. bekk. Tilfærsluáætlanir eru einstaklingsmiðaðar og eru mismunandi að gerð og umfangi.

  • Tilfærsluáætlanir nemenda með sérþarfir eru á ábyrgð deildarstjóra stiga, umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu og náms- og starfsráðgjafa, eftir eðli máls. Fulltrúar félagsþjónustu koma einnig að tilfærsluáætlunum nemenda með miklar sérþarfir í samvinnu við deildarstjóra stoðþjónustu, þroskaþjálfa og umsjónarkennara.

  • Kynningar og heimsóknir í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru á ábyrgð náms- og starfsráðgjafa.