Sérfræðiþjónusta

Fræðsluþjónusta starfar á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði. Skv. 40. gr. grunnskólalaga frá 2008 felst í sérfræðiþjónustu annars vegar stuðningur við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra. Starfsmenn fræðsluþjónustunnar starfa skv. reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum, 2010 og reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, 2010. 

Innan fræðsluþjónustunnar starfa uppeldis- og fjölskylduráðgjafi og talmeinafræðingur, auk fræðslustjóra sem er yfirmaður fræðslumála í sveitarfélögunum í Skagafirði. Skólasálfræðingur er starfandi við fræðsluþjónustuna í hlutastarfi og sinnir greiningarvinnu. Einnig er einstökum málum  nemenda vísað til sálfræðings á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Ráðgjafar fræðsluþjónustu sitja reglubundna fundi nemendaverndarráðs í Árskóla og sinna ráðgjöf við nemendur og foreldra. Starfsmenn fræðsluþjónustu eru að öðru leyti ekki með fastan viðverutíma í skólanum heldur sinna ráðgjöf, greiningum og þess háttar eftir þörfum hverju sinni. Í Árskóla er lögð áhersla á öflugt samstarf og teymisvinnu um málefni nemenda og taka þar þátt starfsmenn skólans og fræðsluþjónustu eftir eðli mála. Sjá nánari umfjöllun um fræðsluþjónustu í kaflanum um stoðþjónustu í skólanámskrá.