Hjólreiðar

Af öryggisástæðum er mælst til þess að nemendur komi ekki á hjólum í skólann nema veður og færð leyfi. Reiðhjól og bifhjól nemenda eru alfarið á þeirra ábyrgð og foreldra/forsjáraðila. Skemmdir á hjólum eru ekki bættar. Hjólreiðar á skólalóðum eru algerlega bannaðar og einnig rafhjól, hlaupahjól, hjólaskautar, línuskautar og hjólabretti, nema annað sé ákveðið.