Í Árskóla starfar forvarnarteymi gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Teymið hefur þau hlutverk helst:
* Að halda utan um kennslu og fræðslu til allra árganga skólans sem snýr að málaflokknum og sem hæfir aldri og þroska barna.
* Að vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi.
* Að leitast við að tryggja samhæfð viðbrögð starfsfólks í þeim tilfellum sem börn reyna að greina frá ofbeldi og áreitni.
*Að sjá um að starfsfólk skóla og frístundar fái viðeigandi þekkingu og þjálfun.
Í áætlun um aðgerðir er lögð áhersla á að forvarnir í þessum málaflokki verði samþættar kennslu, öllu skólastarfi og frístundastarfi og starfsfólk skólans og frístundar fái viðeigandi fræðslu. Viðbragðsáætlun er að finna hér.
Ennfremur vinnur skólinn eftir viðbragðsáætluninni Stefna og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni komi slíkar aðstæður upp í starfsmannahópnum.