Náms- og starfsráðgjafi

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi. Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra, hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans og vísar málum einstakra nemenda  áfram ef þörf er á. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum. 

Helstu hlutverk náms- og starfsráðgjafa eru ráðgjöf og fræðsla við nemendur og nemendahópa. Ráðgjöfin miðar að því að nemendur efli og þroski þekkingu á sjálfum sér og þeim  námsaðferðum og námstækni sem hentar hverjum og einum. Lögð er áhersla á fræðslu og upplýsingagjöf um námsleiðir, störf og atvinnulíf til að auðvelda ákvörðun um nám eða starf að loknum grunnskóla. Náms- og starfsráðgjafi sinnir einnig persónulegri ráðgjöf við nemendur, vinnur með reiðistjórnun, streitu- og kvíðastjórnun, hópefli í stærri og minni hópum og fleiri þætti.

Náms- og starfsráðgjafi situr í nemendaverndarráði og áfallateymi, hann vinnur að eineltismálum í samstarfi við umsjónarkennara og situr í Olweusarteymi skólans.