Fagmennska starfsfólks

Þróunarverkefnið Fagmennska starfsfólks hófst í Árskóla 2009 og hefur verið fram haldið allar götur síðan. Markmið verkefnisins var að nýta þann mannauð sem fyrir er í skólanum til að auka fagmennsku hvers og eins, efla samvinnu á milli kennara og/eða starfsmanna og styrkja um leið sjálfsmat skólans. Í verkefninu hefur sérstök áhersla verið lögð á félagastuðning þar sem starfsfólk skólans hefur fengið nýjan vettvang til að miðla þekkingu í starfi sín á milli með heimsóknum hvert til annars. Lagt var upp með að hver starfsmaður legði sig fram um að ígrunda eigið starf með það að markmiði að efla fagmennsku sína í skóla sem lærir. 

Síðastliðin ár hefur áherslan verið á að innleiða nýtt námsmat og aðlaga það að skólastarfinu samhliða aukinni tæknivæðingu skólastarfsins.