Við sýnum öðrum virðingu

Við berum ábyrgð á framkomu okkar og samskiptum við aðra.

Við komum fram af kurteisi, tillitssemi og virðingu við alla í skólanum. 

  • Við berum virðingu fyrir ólíkum námsaðferðum samnemenda okkar.

  • Við virðum skoðanir annarra. 

  • Við berum virðingu fyrir eigum okkar sjálfra og annarra.

Við leggjum ekki í einelti og látum vita ef við verðum vör við að einhver er lagður í einelti.

  • Við gætum orða okkar og forðumst að særa aðra.

  • Við beitum hvorki líkamlegu né andlegu ofbeldi.

 Við eigum rétt á að láta skoðanir okkar í ljós á málum sem okkur varðar.

  • Við biðjum um áheyrn starfsfólks skóla þegar við viljum koma skoðunum okkar á framfæri.

  • Við virðum réttindi annarra nemenda.

  • Við hlítum fyrirmælum kennara og starfsfólks.