Fréttir

Breyting á skólasetningu

Kæru foreldrar/forsjáraðilar Okkur ber að framfylgja sóttvarnarreglum og tryggja að fullorðnir (aðrir en starfmenn) geti virt tveggja metra regluna. Við treystum okkur ekki til að tryggja þessa reglu á skólasetningardegi. Við erum öll komin i góða æfingu í að breyta skipulagi og laga okkur að þessari veiru sem stjórnar öllu og búin að endurskipuleggja skólasetninguna. Skólasetningin 25. ágúst verður að þessu sinn án foreldra. Foreldrar geta að sjálfsögðu fylgt sínum börnum á skólalóðina en ekki inn í skólann. Skólasetningin er stutt athöfn í matsal og síðan fara nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Áður auglýstar tímasetningar gilda á skólasetningardaginn. Með þökk fyrir að sýna skilning og vinna þetta eins vel og við getum. Við hlökkum til samstarfs við ykkur í vetur. Starfsfólk Árskóla
Lesa meira