Skólasetning Árskóla 2023

Skólasetning Árskóla fer fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 23. ágúst sem hér segir:

Yngsta stig, 2. - 4. bekkur           kl. 10:00

Miðstig, 5. - 7. bekkur                  kl. 10:30

Unglingastig, 9. - 10. bekkur    kl. 11:00

Foreldrar og/eða forsjáraðilar eru hjartanlega velkomnir.

Hægt er að nota aðalinngang skólans eða inngang Íþróttahúss að vestan. 

 

Nemendur 8. bekkjar mæta til skólasetningar í matsal skólans mánudaginn 28. ágúst kl. 08:10. Nánari upplýsingar í tölvupósti til foreldra.

Skólastarf 1. bekkinga hefst með viðtölum miðvikudaginn 23. ágúst. Foreldrar eru boðaðir með tölvupósti.

Nýnemar í 2. - 10. bekk sem ekki hafa þegar verið skráðir í skólann vinsamlegast hafið samband við skrifstofu, sími 455 1100.

Með ósk um farsælt skólastarf í vetur.

Starfsfólk Árskóla