Kanadískir kennarar heimsækja Árskóla

Níu kanadískir landafræðikennarar komu í heimsókn í Árskóla á vegum NCGE National Council of Geography Education. Það var GeoCamp Iceland sem sér um lærdómsferðir til Íslands fyrir kennara og nemendur sem kom með þennan flotta hóp til okkar. Kennarnarnir kynntu sér kennsluhætti í Árskóla ásamt því að kynna sér möguleika sýndarveruleika í landafræðikennslu hjá 1238. Það er alltaf virkilega gaman að taka á móti kennurum annarsstaðar frá, deila hugmyndum og læra hvort af öðru.