Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023

Jóhanna María ásamt kennurum sínum.
Jóhanna María ásamt kennurum sínum.

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack í 6. bekk Árskóla vann 1. verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna  fyrir hugmynd sína að verkefninu Ultimo, sem er smáforrit til að fylgjast með því hvenær vörurnar í ísskápnum renna út.  Verðlaunin, sem eru verðlaunaskjöldur, viðurkenningarskjal og peningaverðlaun fékk hún afhent á skólaslitum  5. - 8. bekkjar.