Ólympíuhlaup ÍSÍ

Miðvikudaginn 15. október fer fram Ólympíuhlaup ÍSÍ hér í Árskóla. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ var áður Norræna skólahlaupið og hefur verið haldið frá árinu 1984. Hlaupið hefur legið í dvala í nokkur ár hér í Árskóla en nú mætum við aftur til leiks með krafti. 

Það er boðið upp á tvær vegalengdir, 2,5 kílómetra og 4,5 kílómetra (sjá mynd). 

Ræst verður á túninu vestan við heimavist FNV og endamarkið er neðst í Grænuklauf þar sem tekið verður á móti hlaupurum með stuði og eplasafa. 

Nemendur í 1. - 4. bekk hlaupa 2,5 kílómetra, nemendur í 5. - 7. bekk fá að velja um að hlaupa 2,5 eða 4,5 kílómetra og nemendur í 8. - 10. bekk hlaupa 4,5 kílómetra. 

Rástímar eru eftirfarandi: 

  • Unglingastig + miðstig sem fara 4,5 KM: 10:00

  • Yngsta stig: (2,5 KM) 10:10

  • Miðstig (2,5 KM) 10:20


Foreldrar og forráðamenn eru velkomin að taka þátt með okkur. Að loknu hlaupi er send inn skráning fyrir allan skólann og fá nemendur viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku sína í hlaupinu.

Mikilvægt er að nemendur mæta í viðeigandi fatnaði og klædd eftir veðri. Þeir sem óska eftir því geta farið í sturtu eftir hlaupið.