Námsver

Námsver Árskóla starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nemenda með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010. Hlutverk námsversins er að veita nemendum með ýmiss konar fötlun eða þroskafrávik sérhæfð úrræði og einstaklingsmiðað nám. Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir hvern nemanda námsvers. Uppbygging þeirra er mismunandi en þær taka allar mið af Aðalnámskrá grunnskóla, bekkjarnámskrám og sértækum þörfum nemenda. Námsmat er fjölbreytt, t.d. einstaklingsmiðaðar kannanir, gátlistar, umsögn, huglægt mat og möppumat.

Deildarstjóri stoðþjónustu ber ábyrgð á daglegum rekstri. Fagfólk námsvers, þ.e. þroskaþjálfi, sérkennarar, kennarar og stuðningsfulltrúar, hafa ákveðna umsjónarnemendur og sjá um allt sem við kemur skólagöngu nemandans í samstarfi við foreldra/forsjáraðila, kennara og aðra starfsmenn skólans.