Náms- og starfsráðgjöf

Ráðgjöfin felst meðal annars í upplýsingagjöf, áhugasviðskönnun og viðtölum. Ráðgjöfin miðar að því að hver og einn öðlist færni til að meta eigin styrkleika og veikleika, læri að þekkja hvaða námsaðferðir henta honum best og sé tilbúinn til að taka ákvörðun um hvert hann vilji stefna að grunnskólanámi loknu.