Í Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2011 kemur fram um náms- og starfsráðgjöf:
Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:
Námsráðgjafi situr í nemendaverndarráði skólans og vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og aðra starfsmenn skólans auk skólasálfræðings og fleiri sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.
Ráðgjöf fyrir alla nemendur
Lögð er áhersla á að ráðgjöfin stendur öllum nemendum Árskóla til boða. Nemandinn sjálfur eða foreldrar hans geta óskað eftir viðtali hjá náms- og starfsráðgjafa en auk þess geta umsjónarkennarar, deildarstjóri, skólastjórnendur og nemendaverndarráð vísað nemendum.
Trúnaður
Nám- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Náms- og starfsráðgjafi hefur jafnramt tilkynningaskyldu skv. Barnaverndarlögum.
Við Skagfirðingabraut | 550 Sauðárkrókur Sími: 455 1100 Netfang: arskoli@arskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi nemenda: 455 1100 / arskoli@arskoli.is