Lúsíuhátíð 6. bekkjar

6. bekkingar Árskóla halda sína árlegu Lúsíuhátíð miðvikudaginn 13. desember og syngja Lúsíusöngva á ýmsum stöðum í bænum. Nemendur hafa æft Lúsíusöngva af kappi undanfarið og þennan dag ætla þeir að gleðja bæjarbúa með hátíðlegum söng, klæddir Lúsíubúningum. 

Dagskrá:

09:30   Ársalir, yngra stig 

10:00   Ársalir, eldra stig

10:30   Ráðhúsið

11:10   Lúsíurnar fara um skólann og syngja Lúsíulagið

14:00   HSN, dvalarheimili og deild 2

15:00   Skagfirðingabúð

16:30   Matsalur Árskóla