Friðarganga

Föstudaginn 29. nóvember verður friðarganga skólans þar sem allir nemendur og starfsmenn skólans ganga frá skóla að kirkju, þar sem þeir mynda keðju frá kirkjunni að krossinum á Nöfunum. Ljósker er látið ganga milli allra þátttakenda með orðunum: Friður sé með þér. Að lokum er kveikt á krossinum og hann logar alla aðventuna og fram á nýár.