Vissir þú að unglingar í Skagafirði eru listamenn?

Allir eru velkomnir á listasýningu unglinga í Skagafirði sem haldin er í Menningarhúsinu Miðgarði í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00. Sýningin er afrakstur tveggja daga vinnu unglinga í 8. -10. bekk í átta mismunandi listasmiðjum. Smiðjurnar eru unnar undir stjórn nemenda listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og er samvinnuverkefni grunnskólanna, Listaháskóla Íslands og List fyrir alla.

Hlökkum til að sjá ykkur!