Vinastund í Ársölum

1. bekkur Árskóla fór í heimsókn í vinastund í Ársölum í morgun. Foreldrar bræðra í 1. bekk og skólahópi komu í færeyskum búningum og kenndu börnunum færeyskan söng. Á eftir léku nemendur skólanna sér saman inni og úti.