Viðurkenning fyrir eTwinning verkefni

Verkefnið Dear Europe sem nemendur á unglingastigi Árskóla unnu með kennaranum Álfhildi Leifsdóttur á síðasta ári fékk nýverið viðurkenninguna eTwinning quality label fyrir vel unnið verkefni. Verkefnið gekk út á að kynna hefðir í sínu heimalandi og var unnið með kennurum og nemendum frá Svíþjóð, Spáni, Rúmeníu, Tyrklandi og Finnlandi.
Nánar má lesa um verðlaunaafhendinguna hér: https://www.erasmusplus.is/studningur-og-gogn/stodverkefni/etwinning/frettir-etwinning/islenskir-verdlaunahafar-i-etwinning