Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Nemendur sem valdir voru í lokakeppnina.
Nemendur sem valdir voru í lokakeppnina.

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla fór fram í nítjánda sinn mánudaginn 9. mars. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga og færni nemenda í upplestri. Nemendur hafa undirbúið sig vel og æft upplestur af krafti undanfarið undir leiðsögn umsjónarkennara sinna og stóðu sig með mikilli prýði. 

Dómarar völdu 10 nemendur, 8 aðalmenn og 2 til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði sem haldin verður í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miðvikudaginn 18. mars næstkomandi.

Eftirtaldir nemendur voru valdir í lokakeppnina.

Aðalmenn: 

  • Emelía Björk Elefsen
  • Ivan Tsvetomirov Tsonev
  • Magnea Ósk Indriðadóttir
  • Páll Pálmason
  • Samúel Ingi Jónsson
  • Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir
  • Sunneva Dís Halldórsdóttir
  • Sæþór Pétur Hjaltason

Varamenn:

  • Hulda Þórey Halldórsdóttir
  • Luka Glisovic

Óskum við nemendum til hamingju með árangurinn.