Til hamingju Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi við Árskóla, var á dögunum valinn einn af 100 áhrifavöldum í menntamálum í heiminum af hundred.org. Við í Árskóla erum afskaplega stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju með viðurkenninguna. Hægt er að horfa á og lesa um áherslur Ingva með því að smella á hlekkinn hérna að neðan. 

https://hundred.org/en/articles/ingvi-omarsson-explains-why-every-teacher-should-be-a-lead-learner?ref=rns_tw