Þrívíddarprentari að gjöf

Nýlega færðu fulltrúar frá Kaupfélagi Skagfirðinga skólanum háþróaðan þrívíddarprentara að gjöf, ásamt viðeigandi forritum. Um er að ræða þrívíddarprentara af gerðinni MakerBot Replicator+ ásamt þrívíddarforritunum MakerBot Print og MakeBot Mobile. Fram kom að forsvarsmönnum KS finnst mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að vinna með og læra á nýjustu tækni á þessu sviði til að vekja áhuga þeirra á nýsköpun og tækni. 

Við afhendinguna þakkaði skólastjóri Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem gefur aukna möguleika á fjölbreytni í skólastarfinu, s.s. í skapandi vinnu, nýsköpun, tæknilausnum, smíðakennslu o.fl.  Þessi gjöf gerir okkur jafnframt kleift að búa nemendur okkar enn betur undir framtíðina í tæknimálum. 

Við færum Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum bestu þakkir þessa einstöku gjöf og stuðninginn gegnum árin.

Sjá einnig á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.