Sumarsælukaffi í Árskóla

Við fögnum vorinu með hækkandi sól og bjóðum eldri borgurum (67 ára og eldri) á Sauðárkróki og nágrenni, að þiggja Sumarsælukaffi í Árskóla fimmtudaginn 8. maí, kl. 10:00 - 11:00.
Samveran verður í matsal skólans þar sem nemendur á yngsta stigi munu syngja nokkur lög. Gengið er inn um aðalinngang að austan.