Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í Skagafirði

Verðlaunahafarnir Greta Berglind (3. sæti), Snæfríður (2. sæti) og Dagmar Helga (1. sæti).
Verðlaunahafarnir Greta Berglind (3. sæti), Snæfríður (2. sæti) og Dagmar Helga (1. sæti).

Þriðjudaginn 14. mars fór Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í Skagafirði fram í sal FNV. Þar kepptu til úrslita 12 nemendur grunnskólanna í Skagafirði, Árskóla, Grunnskólans austan Vatna og Varmahlíðarskóla.

Keppendurnir í ár voru 12. Fulltrúar Árskóla voru: Alexandra Ósk Viðarsdóttir, Atli

Snær Ívarsson, Hjördís Halla Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Kara Halldórsdóttir,
Jakob Ásgeirsson, Markús Máni Jóhannsson, Nellý Elísabet Thoroddsen og
Snæfríður Áskelsdóttir.
Fyrir hönd Grunnskólans austan Vatna kepptu Greta Berglind Jakobsdóttir og
Dagmar Helga Helgadóttir, og Haraldur Hjalti L. Bjarnason og Ólöf Helga
Ólafsdóttir komu frá Varmahlíðarskóla.

Lesnar voru 3 umferðir, í þeirri fyrstu var lesinn texti úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, í annarri umferð var lesið ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og hægt var að velja á milli 10 ljóða og í þriðju umferð lásu þátttakendur ljóð að eigin vali.

Varamennirnir lásu einnig ljóð að eigin vali á meðan dómnefnd réði ráðum sínum. Varamenn voru: Íris Lilja Magnúsdóttir frá Grunnskólanum austan Vatna, Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir frá Varmahlíðarskóla og Inga Rún Sigurðardóttir og Heiður Fanney Stefánsdóttir frá Árskóla.

Allir þátttakendur fengu blóm og bókina Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur að gjöf.

Sérstök dómnefnd valdi 3 bestu lesarana. Í fyrsta sæti var Dagmar Helga Helgadóttir Grunnskólanum austan Vatna, í öðru sæti var Snæfríður Áskelsdóttir Árskóla og í þriðja sæti var Greta Berglind Jakobsdóttir Grunnskólanum austan Vatna. 

Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju með árangurinn.