Slysavarnardeild Drangeyjar heimsótti 1.bekk

Fulltrúar slysavarnardeildar Drangeyjar komu í heimsókn í 1. bekk á miðvikudagsmorgun og færðu nemendum tvö endurskinsmerki og eitt bókamerki að gjöf. Það er mikilvægt að vera vel sýnilegur, sérstaklega núna í svartasta skammdeginu. Við færum þeim bestu þakkir fyrir þessa gjöf.

Á myndinni eru 1. bekkingar ásamt fulltrúum slysavarnardeildarinnar.