Skólastarf hefst að nýju

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Sérstökum aðgerðum sem giltu um Skagafjörð í síðustu viku verður aflétt í kvöld og í ljósi þess hefjum við hefðbundið skólastarf í Árskóla að nýju í fyrramálið, mánudaginn 17. maí. Við biðlum til ykkar um að vera sérstaklega varkár varðandi sóttvarnir og halda börnum ykkar heima ef minnsti grunur er um Covidsmit.
Förum í sýnatöku ef við finnum fyrir einkennum.
Kærar kveðjur,
stjórnendur