Skólaslit Árskóla

Árskóla var slitið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 26 nemendur úr 10. bekk og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum. Óskar G. Björnsson skólastjóri flutti hátíðarræðu á skólaslitunum og ræddi m.a. um framtíðarmenntun. Hallfríður Sverrisdóttir aðstoðarskólastjóri flutti  annál skólaársins og formenn 10. bekkjar, Eysteinn Ívar Guðbrandsson og Sara Líf Guðmundsdóttir sögðu frá félagsstarfi 10. bekkjar. Nemendur úr 10. bekk fluttu tónlist milli atriða. Að skilnaði færðu 10. bekkingar skólanum gjafabréf til kaupa á gítar til að hafa á Þekjunni í frítíma nemenda.

Á Árskóladeginum, sem haldinn var 6. maí síðastliðinn, safnaðist töluvert fé sem ákveðið var að gefa til góðgerðamála í heimabyggð og á skólaslitunum afhentu formenn 10. bekkjar, fyrir hönd nemenda skólans, Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit ávísun að upphæð 424.000,-.

 

Við útskriftina fengu eftirtaldir nemendur viðurkenningar:

Viðurkenningar vorið 2017

Elís Jón Ómarsson.

Viðurkenning fyrir áhuga, virkni og frumkvæði í forritun í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árskóli.

Eysteinn Ívar Guðbrandsson.

Viðurkenning fyrir alhliða árangur í leiklistarstarfi í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi Árgangur ’54.

Eysteinn Ívar Guðbrandsson.

Viðurkenning fyrir eflandi og lausnamiðuð viðhorf í samskiptum í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árgangur ’45.

Eysteinn Ívar Guðbrandsson.

Viðurkenning fyrir samviskusemi og dugnað í félagsmálum í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árgangur ´57.

Gunnar Þorleifsson.  

Viðurkenning fyrir frumkvæði, jákvæðni og góðan námsárangur í trésmíði í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi Árskóli.

Hildur Ýr Andrésdóttir.

Viðurkenning fyrir eflandi og lausnamiðuð viðhorf í samskiptum í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar. 

Karen Lind Skúladóttir.

Viðurkenning  fyrir góða ástundun og framúrskarandi árangur í íslensku í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi Lions 

María Dögg Jóhannesdóttir.

Viðurkenning fyrir ástundun og samviskusemi í ensku í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Rotary.

Ragnar Ágústsson.

Viðurkenning fyrir jákvæðni, áhuga og samviskusemi í heimilisfræði í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Samband skagfirskra kvenna.

Ragnar Ágústsson.

Viðurkenning fyrir ástundun og framúrskarandi árangur í íþróttum skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árgangur ’72.

Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir.  

Viðurkenning fyrir dugnað og ástundun í náttúrufræði í 10. bekk skólaárið 2016-2017.

Gefandi: Rotary.

Sara Líf Guðmundsdóttir.

Viðurkenning fyrir samviskusemi og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árgangur ´57.

Þorri Þórarinsson.

Viðurkenning fyrir áhuga og virkni í samfélagsfræði í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árskóli.

Þorri Þórarinsson.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði í 10. bekk  Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Rotary.

Þorri Þórarinsson.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi  árangur og áhuga í dönsku í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Danska menntamálaráðuneytið.

Þorri Þórarinsson.

Viðurkenning fyrir frábæran alhliða námsárangur í 10. bekk Árskóla skólaárið 2016-2017. Gefandi: Árskóli.

 

Að skólaslitum loknum var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar í málverkasal og starfsmannaaðstöðu í boði 9. bekkinga, foreldra þeirra og skólans.

Starfsmenn Árskóla þakka nemendum og foreldrum gott samstarf á skólaárinu.