Skólasetning 1.bekkjar

Í dag var móttökuhátíð 1. bekkjar og með henni er búið að setja Árskóla í öllum árgöngum. Veðrið lék við okkur á hátíðinni og mátti sjá gleði og spenning skína úr flestum andlitum. Við hlökkum til komandi skólaárs með ykkur öllum.

Með ósk um farsælt skólastarf í vetur.

Starfsfólk Árskóla