Skipulagsdagur 16. mars

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að framundan eru sérkennilegir tímar í tengslum við samkomubann. Því banni fylgir skilyrt skólastarf í grunnskólum. Við viljum því ítreka að mánudagurinn 16. mars er skipulagsdagur í Árskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkunin nær til og undirbúið breytingar. Upplýsingar um nýtt skipulag verða sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. 

Við biðjum foreldra um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum.