Rauður dagur í Árskóla

Nemendur og starfsfólk skólans létu sitt ekki eftir liggja og skörtuðu rauða litnum hver sem betur gat, þegar blásið var til rauðs dags í Árskóla miðvikudaginn 1. desember. Tilefnið var einfaldlega að fagna því að aðventan er gengin í garð.