Lögreglan með fræðslu á yngsta stigi

1. bekkur fékk fræðslu um mikilvægi endurskinsmerkja og varð úr leikur þar sem nemendur notuðu vasaljós til að leita að endurskinsmerkjum inn í skólastofunni.

2.bekkur fékk gefins endurskinsmerki og fengu að sjá hvernig endurskinsmerkin lýsast upp þegar ljósið skín á þau. Miklar umræður sköpuðust um mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki.

3. bekkur fékk líka fræðslu um mikilvægi endurskinsmerkja einnig um umferðareglur og mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálma.
Allir fengu gefins endurskinsmerki frá lögreglunni.