Lionsklúbbur Sauðárkróks færði Árskóla gjöf til bókakaupa

Í morgun, föstudaginn 26. nóvember, færðu fulltrúar Lionsklúbbs Sauðárkróks Árskóla 750.000,- kr. til bókakaupa. Er það von þeirra sem að gjöfinni standa að hún nýtist til að efla áhuga á lestri hjá nemendum, en Lionsklúbburinn hefur verið öflugur í að styrkja lestrartengd verkefni. Horft er sérstaklega til þess að keyptar verði bækur sem höfða til drengja á unglingastigi og nemenda sem eru af erlendu bergi brotnir, en einnig verða keyptar bækur sem nýtast öllum nemendum. Athöfnin fór fram í matsal skólans og nokkrir fulltrúar úr öllum bekkjum skólans voru viðstaddir. Formenn nemendafélagsins, Jón Gabríel og Una Karen, veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd skólans.

Við þökkum Lionsklúbbi Sauðárkróks kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem sannarlega á eftir að nýtast vel.

Hægt er að lesa nánar um afhendingu peningagjafarinnar á vefnum feykir.is.