LESTRARÁTAK ÆVARS VÍSINDAMANNS SNÝR AFTUR 1. JANÚAR - 1. MARS 2017

Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar 3 bækur sem lesnar eru er fylltur út lestrarmiði sem hægt er að nálgast á bókasafninu. Síðan er miðinn settur í sérstakan lestarakassa í skólanum.

1. Það má lesa hvaða bók sem er.
2. Á hvaða tungumáli sem er.
3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.
4. Allir krakkar í 1. - 7. bekk mega taka þátt.

Mikið er rætt og ritað um minnkandi bóklestur barna og unglinga. Ýmislegt er gert til þess að hvetja börnin til þess að lesa meira. Það er með lesturinn eins og t.d íþróttir, tónlistarnám eða annað sem maður vill ná góðum tökum á, MAÐUR VERÐUR AÐ ÆFA SIG. Nemendur ná ekki alltaf að æfi sig nógu mikið í skólanum og því er mikilvægt að þau æfi sig líka heima.

http://www.visindamadur.com/lestraratak