Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur gert breytingar á því hvernig niðurstöður nemenda á lesfimiprófi eru birtar.
Helsta breytingin er sú að gömlu lesfimiviðmiðin hafa verið felld úr gildi. Niðurstöður á lesfimiprófi verða áfram gefnar í lesnum orðum á mínútu en útreikningur tekur nú betur tillit til þess hversu erfiður textinn og nákvæmur lesturinn er. Auk lesinna orða á mínútu eru niðurstöður nú settar fram sem mælitala. Mælitala er leið til að setja niðurstöðurnar í skýrara samhengi. Hún segir til um hvort nemandi búi yfir lítilli eða mikilli færni í samanburði við jafnaldra og gerir kleift að bera saman niðurstöður ólíkra prófa. Mælitölunni fylgir lýsing á stöðu nemandans og upplýsingar um áherslur í áframhaldandi kennslu.
Tölupóstur hefur verið sendur til foreldra með nánari upplýsingum, m.a. um hvernig lesið er úr niðurstöðum.