Kynningarfundir um skólastarfið

Kynningarfundir/morgunfundir fyrir foreldra um vetrarstarfið verða haldnir á tímabilinu 4. - 19. september.

Fundirnir hefjast í matsal, en síðan fara umsjónarkennarar með hópinn í stofu þar sem þeir kynna vetrarstarfið. Gert er ráð fyrir að morgunfundum ljúki kl. 9:00. Við bendum foreldrum á að nota sama inngang og nemendur.

Óskað er eftir að fulltrúi komi frá hverju heimili. Látið vita um forföll til ritara í síma 455 1100 eða í tölvupósti á netfangið ritari@arskoli.is.

Morgunfundir:
Mánudagur 4. september 7. bekkur kl. 8:10
Þriðjudagur 5. september 4. bekkur kl. 8:10
Miðvikudagur 6. september  6. bekkur kl. 8:10
Fimmtudagur 7. september 2. bekkur kl. 8:10
Föstudagur 8. september 3. bekkur kl. 8:10
Þriðjudagur 19. september 9. bekkur kl. 8:10
 
Aðrir fundir eru seinnipart dags og verða nánar auglýstir þegar nær dregur:
Mánudaginn 18. september 5. bekkur - fræðslufundur kl. 18:00-21:00
Þriðjudagur 19. september 10. bekkur kl. 17:00
Þriðjudagur 19. september 1. bekkur - fræðslufundur kl. 18:00-21:00
Miðvikudagur 20. september 8. bekkur - fræðslufundur kl. 18:00-21:00