Kynningarfundir um skólastarf Árskóla í vetur verða eftirfarandi daga:
 
Mánudagur 12. sept. kl. 8:10                         2. bekkur
Þriðjudagur 13. sept. kl. 8:10                        7. bekkur
Miðvikudagur 14. sept. kl. 18:00-21:00        1. bekkur
Fimmtudagur 15. sept. kl. 8:10                     4. bekkur
Fimmtudagur 15. sept. kl. 18:00-21:00       5. bekkur
Mánudagur 19. sept. kl. 8:10                         6. bekkur
Mánudagur 19. sept. kl. 18:00-21:00           8. bekkur
Þriðjudagur 20. sept. kl. 8:10                        9. bekkur
Miðvikudagur 21. sept. kl. 8:10                     3. bekkur
Miðvikudagur 21. sept. kl. 17:00                    10. bekkur
 
Flestir fundirnir eru morgunfundir sem hefjast í matsal, en síðan fara umsjónarkennarar með hópinn í bekkjarstofu þar sem þeir kynna vetrarstarfið. Gert er ráð fyrir að þeim fundum ljúki kl. 9:00.
 
Í 1., 5. og 8. bekk eru lengri fræðslufundir, seinni part dags, sem verða nánar auglýstir þegar nær dregur. 10.bekkur notar tækifærið og ræðir um danaheimsóknina sem verður 26.-28.september.
Óskað er eftir að fulltrúi komi á fundina frá hverju heimili. 
 
Við bendum foreldrum á að nota sama inngang og nemendur.
 
Stjórnendur.