Kveðja frá 10. bekk

Nemendur 10. bekkjar Árskóla ákváðu að vera ekki með pakkaskipti á litlu jólunum en gefa þess í stað 1000 kr. hver til góðgerðarmála. Fimmtudaginn 19. desember afhentu þeir Maríu Reykdal, starfsmanni Krabbameinsfélags Skagafjarðar, 40.000 kr. sem þeir vona að komi sér vel fyrir þá sem eiga við veikindi að stríða og fjölskyldur þeirra um jólin.