Kokkakeppni Árskóla

Ákveðið var að endurvekja hina skemmtilegu hefð sem Kokkakeppni 10. bekkjar Árskóla er eftir nokkurra ára hlé.
Þar sem hópurinn er í heimilisfræði er tvískiptur er ein keppni á haustönn og önnur á vorönn. 
Keppni haustannar var haldin 16. nóvember og voru 4 lið sem kepptu að þessu sinni. 
Liðin voru eftirfarandi:
Alia, Jo og Birkir voru með Hunangsmareneraðan lax, hrísgrjón og salat.
Aron og Unnur með Kjúklingabringu í appelsínusósu með hrísgrjónum.
Heiðdís og Katelyn með Kjúklingabringu í chili sósu með hrísgrjónum.
Kári og Steini með BBQ kjúklingabringu með Heimbuch kartöflu og léttsteiktu grænmeti.

Krakkarnir lögðu mikinn metnað í keppnina, fundu uppskriftirnar sjálf, sum betrumbættu þær og breyttu, en þau fengu einn undirbúningstíma til að elda og stilla réttinum upp á matardisk.
Dómarar að þessu sinni voru Eiður Baldursson, Sandra Björk Jónsdóttir og Gestur Sigurjónsson. Dæmt var fyrir bragð og útlit/framsetningu réttanna. 

Keppnin var mjög jöfn en gefin voru verðlaun fyrir tvö efstu sætin. 
Í öðru sæti voru Heiðdís og Katelyn og fengu þær gjafabréf í Gránu upp á kakó og köku.
Í fyrsta sæti voru Alia, Jo og Birkir og fengu þau gjafabréf út að borða á Sauðá.

Krakkarnir stóðu sig öll alveg gríðarlega vel og eiga þau mikið hrós skilið. Að lokum fá allir keppendur svuntur sérmerktar keppninni til að eiga til minningar sem verður gott fyrir þau að nota þegar þau elda næsta snilldar rétt í eldhúsinu.