Kokkakeppni 10.bekkjar

Mánudaginn 29. apríl var kokkakeppni vorannar hjá 10. bekk haldin. Að þessu sinni voru 4 lið að keppa og máttu þau velja um fiskrétt, grænmetisrétt, kjúklingarétt eða lambakjötsrétt.
 
Eva Lilja, Katrín Rós og Katla Guðný elduðu kjúklingabringur með mexíkósku ívafi.
Laufey Alda og Silja Sigurósk elduðu kjúklingapasta með tómatapestói og parmesan.
Hilmar Örn og Jón Konráð elduðu ofnbakaðan þorsk með graskersfræ salsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu.
Árdís Líf, Henný Katrín og Viktoría Dís elduðu ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi.
 
Krakkarnir lögðu mikinn metnað í réttina sína og var virkilega gaman að fylgjast með þeim og forréttindi að fá að smakka réttina, sem voru hver annar ljúffengari. 
 
Svona keppni væri ekki haldin án stuðnings úr atvinnulífinu í firðinum og að þessu sinni gaf Hard Wok og Bakaríið vinning til tveggja efstu liðanna. Fyrirtækin sýndu líka stuðning með því að taka þátt í keppninni og dæma réttina, en Árni Björn Björnsson, Snorri Stefánsson og Ásta Búadóttir voru dómarar að þessu sinni. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.
 
Keppnin var jöfn og spennandi en Hilmar Örn og Jón Konráð sigruðu að þessu sinni með fiskréttinn og Árdís Líf, Henný Katrín og Viktoría Dís voru í öðru sæti með kjúklingabringurnar. Óskum við krökkunum hjartanlega til hamingju.