Kassabílar til afnota í frímínútum

Nokkrir framtakssamir krakkar úr 8. bekk tóku sig til og smíðuðu flotta kassabíla í smíðatímum hjá Maríu smíðakennara og í gær afhentu þau skólanum bílana til afnota í frímínútum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta frábæra framtak.