Hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna

Mynd af Twittersíðu Ingva Hrannars.
Mynd af Twittersíðu Ingva Hrannars.

Það er gaman að segja frá því að einn af starfsmönnum Árskóla, Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og frumkvöðull og Utís hópurinn, sem er lærdómssamfélag brautryðjenda í kennsluháttum, hlutu hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna sl. föstudag. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli. 

Menntaverðlaununum, sem veitt eru í fjórum flokkum, er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. 

Við óskum Ingva Hrannari og Utíshópnum hjartanlega til hamingju með þennan árangur. Þetta er sannarlega verðskuldað.

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá nánari upplýsingar um verðlaunin og á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er stutt myndband frá verðlaunaafhendingunni.